Egg Benedict og spínatbrauð

Á laugardaginn gerðum við Egg Benedict á spínatbrauði en við fengum hugmyndina hjá The Fabulous Baker Brothers, sjónvarpsþættir sem er verið að sýna núna á föstudögum hérna í DK. Spínatbrauðið (e. spinach muffin) kom skemmtilega á óvart, það var einfalt og ofboðslega bragðgott, en hleypt egg og góð hollandaise sósa stendur svo sannarlega alltaf fyrir sínu!

eggbenedictspinat

Spínatbrauð 4 stk
 • 15 g smjör
 • 1 tsk sykur
 • 1 1/2 dl mjólk
 • 5 g ferskt pressuger
 • u.þ.b. 100 g ferskt spínat
 • múskat eftir smekk
 • 225 g hveiti
 • salt eftir smekk

Bræðið smjör og sykur í potti, hellið mjólkinni út í og síðan geri. Hærið vel. Setjið spínat út í heitu mjólkina, múskat og salt eftir smekk og takið af hitanum. Látið hveiti í hræriskál og hellið mjólkinni með spínatinu út í hveitið. Hnoðið deigið í 10 min á frekar hægum hraða. Deigið verður eiturgrænt og fallegt! Látið plastfilmu yfir skálina og leyfið deiginu að lyftast í 30 min á hlýjum stað.

deigid

Stráið hveiti yfir deigið og fletjið það örlítið út svo það verði um 1 cm á þykkt. Notið lítið hringform til þess að stinga út 4 brauð. Eldið brauðin á þurri pönnu í 5 min á hvorri hlið og leyfið þeim síðan að kólna örlítið.

spinatbollur

Hollandaise sósa
 • 125 g smjör
 • 1/2 tsk hvítvínsedik
 • 1 eggjarauða
 • salt og pipar eftir smekk
 • smá sítrónusafi

Bræðið smjör í potti. Setjið eggjarauðu, edik og salt í skál og hitið yfir vatnsbaði og þeytið eggjarauðurnar þar til blandan þykknar. Hellið nú smjörinu út í eggjablönduna í mjórri bunu og þeytið vel á meðan. Salt og pipar ásamt sítrónusafa eftir smekk og þá er hollandaise sósan tilbúin.

Rífið (eða skerið) spínatbrauðin í tvennt. Setjið góða skinku ofan á brauðið, síðan hleypt egg og hollandaise sósu á eggið. Verði ykkur að góðu!

3 hugrenningar um “Egg Benedict og spínatbrauð

 1. Bakvísun: Fjársjóðskistan

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s