Brioche au chocolat

Um helgar finnst okkur gott að búa til góðan morgunverð og eyða dágóðri stund við morgunverðarborðið. Við fáum okkur alltaf góðan espressóbolla og yfirleitt ristað brauð og ávexti. Á laugardaginn langaði okkur í eitthvað sætt með morgunkaffinu og því skelltum við í brioche brauð með súkkulaði og vanillufyllingu. Það var sko alls ekki slæmt!

briochesukkuladi

Við byrjuðum reyndar á deiginu kvöldinu áður því það þarf að standa í ísskápnum yfir nótt. Ástæðan er sú að deigið er mjög blautt útaf smjörinu í því en þegar það fær að kólna í ísskápnum yfir nótt verður deigið viðráðanlegt. Hvíldin í ísskápnum hefur eflaust líka áhrif á bragðið af brauðinu en það er alveg hreint dásamlegt.

Brioche brauð er líka fullkomið í franskt eggjabrauð (e. French toast) þar sem það sýgur eggjablönduna vel til sín og er létt og gott. Við notum einnig brioche brauð sem hamborgarabrauð þegar við gerum The Camelot eða The Miss Daisy frá síðunni cheeseandburger.com. Þá er bara að móta hamborgarabrauð eða baka brauðið í brauðformi í staðinn.

Brioche au chocolat (u.þ.b. 8 stk)
 • 200 g hveiti
 • 3/4 tsk salt
 • 10 g ferskt pressuger
 • 1 msk sykur
 • 1/2 dl volg mjólk
 • 2 egg
 • 50 g mjúkt smjör

Setjið ger, salt, sykur og mjólk í skál og hrærið saman. Látið síðan hveiti út í og hnoðið örlítið. Setjið síðan eitt egg út í deigið í einu og hnoðið þar til allir hekkir eru horfnir. Haldið áfram að hnoða og bætið smjörinu við í nokkrum umferðum og hnoðið þar til deigið er slétt og teygjanlegt. Smyrjið skál með smá olíu (þá er auðveldara að ná deiginu úr skálinni síðar) og látið deigið í skálina. Breiðið yfir deigið og geymið í ísskáp yfir nótt.

briochedeig

Fyllingin er vanillukrem og dökkt súkkulaði. Vanillukremið þarf að vera kalt þegar það er notað en það er ekkert mál að gera það kvöldið áður og geyma það í ísskáp yfir nótt.

Vanillukrem
 • 2 1/2 dl nýmjólk
 • 50 g sykur
 • 2 egg
 • baunir úr einni vanillustöng
 • 2 msk maizenamjöl (til þess að þykkja kremið)

Setjið 2 dl af mjólk, sykur, egg og vanillubaunir í pott og hitið á vægum hita. Hrærið saman 1/2 dl af mjólk og maizenamjölið og látið síðan út í pottinn. Sjóðið kremið á vægum hita þar til kremið er orðið hægilega þykkt. Hrærið vel á meðan! Kælið kremið.

Fletjið út deigið frekar þunnt (það lyftist mikið í ofninum!) og skerið út ferkönntuð stykki. Þið ráðið sjálf stærðinni. Sprautið rönd af vanillukremi öðru megin á deigið og stráið yfir dökkt súkkulaði eftir smekk. Brjótið deiginu saman svo fyllingin sjáist ekki og leyfið að lyfta sér á hlýjum stað í 30 min.

fylling

briochelyfta

Penslið með eggi og bakið síðan við 200 °C þar til fallega gyllt á litinn.

briochebraud

Njótið!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s