Sjónvarpskaka með marsípani

Sjónvarpskaka er sígild kaka sem flestir þekkja og er ofboðslega góð ef kakan er nógu létt, mjúk og með nóg af kókoskaramellubráð ofan á. Um helgina bökuðum við sjónvarpsköku til þess að hafa með kaffinu og prófuðum að setja rifið marsípan í deigið. Það var ótrúlega gott og maður fann alveg bragðið af marsípaninu sem passaði ótrúlega vel við kökuna.

Það er ekki mikið mál að skella í eina sjónvarpsköku og tekur undir klukkustund. Aðalmálið er að bíða eftir því að kakan verður orðin nógu köld svo hægt sé að borða hana án þess að brenna sig! Mamma gerði oft sjónvarpsköku þegar ég var lítil og hún setti alltaf haframjöl á móti kókosmjölinu í kókoskaramellubráðinni og mér finnst það virka vel. Kókoskaramellubráðin er því með kókosmjöli og haframjöli hér.

sjonvarpskaka

Sjónvarpskaka með marsípani
 • 125 g hveiti
 • 25 g smjör
 • 100 g sykur
 • 50 g rifið marsípan (ren rå marcipan med 60% mandler frá Odense Marcipan)
 • 2 egg
 • 1 dl nýmjólk
 • 1 1/4 tsk lyftiduft
 • baunir úr 1/2 vanillustöng

Hitið ofn í 200°C. Þeytið saman egg, vanillubaunir og sykur. Setjið hveiti, lyftiduft og rifið marsípan út í eggjablönduna og hrærið örlítið. Látið mjólk og smjör í pott og náið upp suðu. Hellið þá strax í deigið og hrærið vel. Látið í smurt kökuform og bakið í 15-20 min , eða þar til kakan er bökuð í miðjunni (fer eftir stærðinni á forminu). Það er mikilvægt að baka kökuna ekki of mikið því þá verður hún þurr en hún má auðvitað heldur ekki vera óbökuð.

hraefni

Kókoskaramellubráð
 • 150 g smjör
 • 150 g kókosmjöl
 • 50 g haframjöl
 • 250 g púðursykur
 • 50 g sykur (má sleppa og nota þá 300 g púðursykir allt í allt)
 • 3/4 dl mjólk
 • 2 tsk vanillusykur

Látið hráefnin í pott og hitið þar til úr verður falleg karamellubráð. Hellið yfir kökuna og bakið í 5-10 min, eða þar til karamellubráðin er fallega gyllt á litinn. Leyfið að kólna og njótið síðan.

sjonvarpskaka2

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s