Súrdeigsbrauð með valhnetum

Við höfum verið að nota súrdeigið okkar mikið undanfarnar vikur og um daginn gerðum við æðislegt súrdeigsbrauð með valhnetum. Brauðið þarf að lyfta sig mjög lengi og því þarf maður að vera mjög þolinmóður. Það er hins vegar alveg þess virði því brauðið er æðislegt!

braudsurdeig

braudskorid

Súrdeigsbrauð með valhnetum
  • 350 g hveiti
  • 50 g maltmjöl (má sleppa og nota þá alls 400 g hveiti)
  • 25 g rúgmjöl
  • 25 g heilhveiti
  • 15 g maltsíróp (má nota venjulegt síróp í staðinn)
  • 300 ml vatn
  • 1 dl súrdeig
  • 7 g salt
  • 5 g ferskt pressuger
  • 50 g valhnetur

valhnetur

siropmalt

Setjið hveiti, maltmjöl, rúgmjöl, heilhveiti, síróp og vatn í skál og hrærið í 2 min. Látið plastfilmu eða rakt stykki yfir skálina og leyfið að standa í 30 min. Þetta er gert til þess að stytta hnoðunartímann.

deigid

Setjið síðan ger og salt í deigið og hnoðið í 15 min, eða þar til deigið er vel teygjanlegt (gerið glútenprufu – sjá hér). Látið síðan valhnetur í deigið og hnoðið í 2 min. Smyrjið skál með örlítið af olíu, setjið deigið í skálina og breiðið yfir. Leyfið að standa á hlýjum stað þar til deigið hefur tvöfaldast í stærð (það getur tekið allt að 3 klukkutímum). Sláið síðan deigið niður og leyfið að lyftast í klukkutíma áður en brauðið er mótað.

Mótið brauð úr deiginu, stráið hveiti yfir brauðið og setjið á bökunarplötu með bökunarpappír. Plast eða rakt stykki yfir og leyfið brauðinu að lyfta sig á hlýjum stað þar til það hefur tvöfaldast í stærð. Hitið ofninn í 225°C á meðan.

Rétt áður en brauðið fer í ofninn er hægt að skera í brauðið og búa þannig til mynstur. Setjið inn í heitan ofn, látið skál með smá vatni í botninn af ofninum (til þess að búa til gufu) og bakið í u.þ.b. 40 min, eða þar til brauðið er vel stökkt og fallegt. Þegar brauðið er alveg að verða tilbúið er gott að opna ofnhurðina og hafa hana þannig í nokkrar min. til þess að hleypa gufunni út. Þá verður skorpan stökk og góð.

valhnetubraudofan

Brauðið er dásamlegt með góðu smjöri og jafnvel mildum osti. Það er líka gott ristað.

valhnetubraud

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s