Djúsí kjúklingasamloka

Við kaupum okkur mjög sjaldan skyndibitamat enda finnst okkur lang skemmtilegast að elda sjálf. Af og til langar okkur samt í eitthvað „djúsí“ og þá er fátt sem slær út djúpsteiktum mat. Við sáum þessa samloku með djúpsteiktum kjúklingabringum í Bon Appetit, myndin var hreinlega svo girnileg að við urðum að prófa! Samlokan var gómsæt og kjúklingurinn ofboðslega mjúkur og safaríkur. Hrásalatið er ferskt og með mikla sýru sem vegur vel á móti djúpsteiktu kjúklingabringunum. Síðan er chillí majónesið bara punkturinn yfir i-ið!

Fyrr sama dag vorum við búin að baka ljósar brauðbollur fyrir samlokuna.

braudbollur

Chillí majónes
 • 1 hvítlauksgeiri, fínt saxaður
 • 1 dl majónes
 • 1 msk sterk chillísósa

Hrærið hráefnum saman og geymið.

Hrásalat
 • 1/2 rauðlaukur
 • 1 jalapeño
 • 1/2 lítill haus af hvítkáli
 • 1 dl af súrum gúrkum
 • 1/2 dl af vökva frá súrsuðu gúrkunum(e. pickle juice)

Skerið rauðlauk, jalapeño og hvítkálið mjög þunnt og setjið í skál. Setjið súrar gúrkur út í og vökva frá gúrkunum. Blandið vel saman og kælið.

Djúpsteikir kjúklingabitar
 • hveiti
 • salt og pipar eftir smekk
 • AB mjólk
 • 2 stórar kjúklingabringur, hver skorin í 4 bita
 • olía til steikingar

Setjið hveiti og salt og pipar eftir smekk í skál og látið AB mjólk í aðra skál. Hitið olíu í 180°C í potti. Dýfið bitunum fyrst í hveiti, síðan AB mjólk og að lokum aftur hveiti. Steikið síðan í heitri olíu í nokkrar min., eða þar til bitarnir eru fallega gylltir á litinn. Setjið svo á rist, salt eftir smekk og leyfið síðan aðeins að kólna.

kjuklingurhveiti

kjuklingabitar

Smyrjið brauðið með chillí majónesi, látið síðan kjúklingabita ofan á og að lokum hrásalat.

kjuklingasamloka

Bon appetit!

2 hugrenningar um “Djúsí kjúklingasamloka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s