Samlokubrauð með stökkri skorpu

Þegar við gerðum kjúklingasamlokuna um daginn bökuðum við brauðbollur fyrir samlokuna. Þær voru einstaklega góðar þannig að um helgina gerðum við brauð eftir sömu uppskrift. Brauðið er dásamlegt alveg nýbakað en er líka ótrúlega gott ristað! Það geymist líka vel án þess að verða of þurrt.

braudskorid

Samlokubrauð
  • 500 g hveiti (við notuðum 50 g heilhveiti og 450 g hveiti í þetta skiptið)
  • 300 ml vatn
  • 7 g salt
  • 5 g ferskt pressuger

Setjið hveiti og vatn í skál og hnoðið í 2 min (bara rétt svo til þess blanda hveitinu og vatninu vel saman). Breiðið yfir skálina og leyfið að standa í 30 min.

Setjið síðan salt og ger út í og hnoðið í 15 min, eða þar til deigið er vel teygjanlegt (etv. að gera glútenpróf eins og hér) og slétt. Rakt stykki eða plast yfir deigið og látið hefast þar til deigið hefur tvöfaldast á stærð (tekur u.þ.b. 3 klukkutíma).

Sláið deigið niður og látið hefast í klukkutíma áður en þið mótið brauðið. Ef þið ætlið að gera braubollur þarf að skipta deiginu í bita á þessum tímapunkti.

brauddeigbraudhefastdeigskorid

Mótið brauð úr deiginu og látið það í brauðform. Látið hefast þar til deigið hefur tvöfaldast á stærð (tekur u.þ.b. 45 min) og bakið síðan í 220 °C heitum ofni í 20-30 min., eða þar til brauðið er orðið vel gyllt og fallegt á litinn. Leyfið brauðinu að kólna og njótið síðan.

samlokubraud

braudsneidarVerði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s