Falafel – Gómsætar kjúklingabaunabollur

Falafel – þessar litlu kjúklingabaunabollur sem eru stökkar að utan og mjúkar og safaríkar að innan klikkar ekki! Við höfum gert þessar kjúklingabaunabollur nokkrum sinnum og borðum þær í pítubrauði með gúrkum, papríku og salati og gerum einfalda jógúrtsósu með kryddjurtum með. Léttur og bragðgóður matur!

falafelpita

Falafel – kjúklingabaunabollur
 • 200 g þurrkaðar kjúklingabaunir, lagðar í bleyti í 12 klukkustundir
 • 1 hvítlauksgeiri
 • 1 laukur
 • 1 tsk kóríanderduft
 • 2 tsk cuminduft
 • 1/2 tsk salt
 • 1 lítil kartafla, rifin
 • 2 egg
 • 2 msk brauðmylsna
 • 1/4 tsk chillíduft
 • 1 msk sítrónusafi
 • Steinselja eftir smekk

Kjúklingabaunirnar eru lagðar í bleyti í 12 klukkustundir en þær eru ekki soðnar. Hellið vatninu frá og setjið í matvinnsluvél.

kjuklingabaunir

Látið öll hráefni í matvinnsluvélina og hakkið þar til úr verður frekar mjúkt og blautt deig. Hitið olíu í potti. Mótið litlar bollur úr deiginu með matskeið og steikið í olíunni þar til kjúklingabollurnar eru fallega gylltar. Látið á eldhúsrúllu, smá salt yfir og leyfið að kólna örlítið.

Það er lítið mál að frysta kjúklingabaunabollurnar og hita þær síðan bara örlítið í heitum ofni áður en þær eru bornar fram.

steiking

falafel

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s