Áramótasteikin

Undanfarin ár höfum við haft matreiðsluna fyrir gamlárskvöld frekar veglega og á því var engin breyting á árinu sem var að líða. Við vorum byrjuð að elda fyrir kvöldið upp úr níu um morguninn og nutum þess að standa í dunda okkur í eldhúsinu allan daginn.

Aðalstjarna máltíðarinnar á gamlárskvöldi var nautasteikin sem var nautaframhryggur á beini (e. rib roast). Við slíka matargerð skiptir gæðin á kjötinu öllu máli og í heimsókn okkar til Dodda í Matarbúrinu í byrjun desember nefndum við þessa steik við hann. Doddi sá um að velja kjötstykkið handa okkur og það fékk svo að þurrhanga hjá honum nánast fram að áramótum. Á gamlársdag var kjötið því búið að hanga í u.þ.b. 6 vikur og leit stórkostlega út – djúprautt og virkilega meyrt.

nautakjot

Matreiðslan á svona fallegu kjöti á ekki að vera flókin. Kjötið var tekið út úr ísskápnum 4 klukkustundum áður en það fór í ofninn til þess að ná stofuhita – enda var það tæp 4 kg. Ofninn var hitaður í 100 °C, salt og pipar á kjötið og kjarnhitamælir stilltur á 50°C stunginn í kjötið. Kjötið fékk síðan að eldast þar til kjarnhitamælirinn hringdi við 50°C en það tók rúma 4 klukkutíma. Þá var kjötið tekið út úr ofninum og við lögðum álpappír og handklæði yfir það. Kjötið heldur þá áfram að eldast og kjarnhitinn hækkaði um heilar 4°C á einum klukkutíma, en það þarf einmitt að leyfa svona stóru stykki að jafna sig í allveg klukkutíma. Að lokum settum við kjötið inn í 250°C heitan ofn til þess að ná góðri skorpu. Það tók tæpar 10 min. hjá okkur.

nauteldad

nautskorid

kjotskorid2

Kjötið var síðan skorið niður í sneiðar og borið fram með soðsósu með mikið af shallotlauk, dijon sinnepi, guðdómlegar pommes anna kartöflur, léttu og fersku waldorfsalati og góðu rauðvíni. Allir voru hrikalega sáttir með matinn!

Gleðilegt nýtt ár!

2 hugrenningar um “Áramótasteikin

  1. Ég var svo heppin að vera boðið í þessa NAUTA steik 🙂 borðaði mig næstum rænulausa.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s