Dásamlegar ljóskur

Stundum er gott að fá sér eitthvað sætt með kaffinu og síðustu helgi bökuðum við þessar dásamlegu ljóskur (e. blondies). Ljóskurnar geymast vel í frysti og það tekur enga stund að kippa nokkrum ljóskum út úr frystinum ef maður fær allt í einu löngun í eitthvað sætt!

ljoskur1

Ljóskur
  • 115 g smjör
  • 230 g púðursykur (þess vegna verða ljóskurnar ljósbrúnar á litinn)
  • 2 egg
  • 1 tsk vanillusykur
  • 125 g hveiti
  • Börkur af einni appelsínu
  • 1 dl pekanhnetur, hakkaðar gróft
  • 2/3 dl hvítt súkkulaði, hakkað gróft
  • 1/3 dl súkkulaði (mjólkursúkkulaði eða dökkt súkkulaði), hakkað gróft

Klæðið bökunarform með bökunarpappír og hitið ofninn í 180°C. Bræðið smjör og púðursykur. Setjið egg út í og hrærið vel saman. Bætið þá hveiti, vanillusykri, appelsínuberki, hnetum og súkkulaði út í og hrærið vel. Hellið í bökunarformið og bakið í 20-25 min., eða þar til góð skorpa er mynduð og deigið er að byrja bakast í miðjunni. Passið samt að baka ekki of mikið!

ljoskurdeig

ljoskurbakadar

Leyfið að kólna alveg (annars er ekki hægt að skera út bita) og skerið síðan í bita.

ljoskur2

Njótið!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s