Um okkur

Hver erum við?

Ung íslensk hjón í Reykjavík. Við erum miklir matarunnendur og elskum allt sem tengist matargerð – hvort sem það er að versla, rækta, elda, borða, smakka, horfa, mynda eða lesa og fræðast um mat. Áhugi okkar á matargerð og mat almennt hefur þróast töluvert á nokkrum árum og við verjum nú stórum hluta frítíma okkar að rækta þetta áhugamál – sem er dásamlegt!

Hvað varðar önnur áhugamál þá er fjallamennska og útivera ofarlega á listanum. Almenn líkamsrækt og hreyfing er einnig vinsæl.

Matur og með því varð til í mars 2012 þegar við bjuggum í Kaupmannahöfn og vildum eiga stað til þess að halda utan um uppskriftir og tilraunastarfsemi okkar í eldhúsinu.

 

AstaogPetur

Hvað verður á blogginu?

Á bloggsíðunni okkar munum við birta færslur um matargerð, uppskriftir og matarupplifun af ýmsu tagi.

Allar ljósmyndir sem birtast á bloggsíðunni tökum við sjálf. Ef einhverjar spurningar eða athugasemdir endilega sendið okkur tölvupóst á netfangið: astaogpetur@gmail.com

Ein hugrenning um “Um okkur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s