Matur í Frakklandi 2013 – Auberge de Chassignolles

Auberge de Chassignolles

Eftir tvo daga í Beaune keyrðum við til Chassignolles. Chassingolles er pínu lítið þorp, kirkjan í hjarta þorpsins og á móti er Auberge de Chassignolles. Hótelið er rekið af breskum hjónum, Harry og Ali, og hafa þau verið með það í þónokkurn tíma núna. Pétur hafði gist á hótelinu eina nótt árið 2008 og hafði síðan þá langað að fara aftur – svo frábær var staðurinn, maturinn og vínið! Og eftir ekki nema 5 ára eftirvæntingu stóðst staðurinn hana ekki – heldur fór hann langt fram úr henni eins og lesa má hér fyrir neðan.

Aubergeyfirlit

Kvöldið sem við komum var mánudagskvöld. Á mánudögum er eldhúsið lokað og við fengum okkur því charcuteri á veröndinni ásamt köldu hvítvíni og nutum útsýnisins.

auberge

Við vorum í fullu fæði hjá Auberge de Chassignolles sem þýðir að við fengum morgunmat, hádegismat og kvöldmat á staðnum.

Morgunmaturinn var fallegasta morgunverðarhlaðborðið hlaðið ferskum og gómsætum mat úr sveitinni. Á borðinu var nýbakað brauð, smjör, ostur, ferskt jógúrt og mjólk úr sveitinni, croissant, fersk og dísæt kirsuber, ferskar apríkósur, ferskur eplasafi og æðislegar heimargerðar sultur.

morgunverdur

smjörosturMeð morgunmatnum bjó Ali til expressó á fínu kaffivélinni sinni.

kaffi

Til þess að vinna upp matarlyst fyrir kvöldmatinn fórum við í gönguferðir í skógi í hæðunum í kringum þorpið. Við tókum því hádegismatinn með okkur í göngunar og borðuðum hann í skóginum.

Nýbakað brauð, smjör, charcuteri, ostar, ferskar radísur og dísæt jarðarber.

nesti

1. kvöldverður á staðnum. Um er að ræða set menu sem bæði hótelgestir og nærsveitungar borða. Matseðillinn byggir á því hvað var ferskast á sveitamarkaðinum þann daginn. Fyrsta kvöldið fengum við einmitt ótrúlega góðar nautakinnar og frábær vín úr héraðinu. Dásamleg máltíð! Allur matur á staðnum er fullkominn slow food og þekkja þau alla þá bændur sem þau versla hrávörurnar sínar af.

1.kvöld

nautakinnar

2. kvöldverður var ekki síðri þar sem við fengum ótrúlega góðar og sumarlegar tartalettur – eitthvað sem okkur Íslendingunum hefði ekki einu sinni dottið í hug að væri hægt að gera 🙂 Og síðan ostaplatta eins og með öllum okkar máltíðum (Eins gott að ferðinni var heitið í 7 daga fjallgöngu eftir þessi herlegheit!).

ciderogtafla

kvoldmatur

osturogdessertÞvílíkt himnaríki sem Auberge de Chassignolles er!

Matur í Frakklandi 2013

Þegar við vorum búin að pakka búslóðinni okkar og tæma íbúðina í Kaupmannahöfn fórum við í tveggja vikna langt ferðalag til Frakklands. Fyrstu vikuna nutum við þess að vera til, slökuðum á, borðuðum endalaust af góðum mat og drukkum dásamleg frönsk vín. Lífið var svo sannarlega ljúft! Seinni vikuna vorum við í frönsku Ölpunum og klifum Mont Blanc. Okkur veitti því ekki af vikunni þar á undan til þess að safna orku fyrir fjallgönguna og við stóðum okkur sérlega vel að safna næga orku fyrir átökin.

Þessi færsla verður einhvers konar myndablogg. Engin uppskrift en fullt af myndum af fallegum og ótrúlega girnilegum mat.

Lyon

Á fyrsta degi í Frakklandi stoppuðum við í Les Halles de Lyon. Les Halles de Lyon er algjört himnaríki fyrir fólk sem elskar mat og þar fengum við okkur að borða og keyptum okkur smá nesti – litlar pylsur og fullkomnar franskar makkarónur. Í höllinni var líka ótrúlegt úrval osta.

LesHalles1

La Ferme Modéle

Fyrstu nóttina gistum við í bóndagistingu hjá honum Pierre. Við borðum kvöldmat hjá þeim sem þau elduðu sjálf á staðnum. 4 rétta kvöldverður: Tómatasalat með kryddjurtum úr garðinum í forrétt, sítrónukjúkling í aðalrétt, ostar í millirétt og dásamlega ferskur ís borinn fram með heimgerðum sultum í eftirrétt. Með matnum var borðið fram vín hússins sem húsbóndinn fyllti á flöskurnar jafnóðum og þær tæmdust. Við vorum í skýjunum eftir þetta kvöld!

bordvinDagur 2 keyrðum við til Dijion. Á leiðinni stoppuðum við á sveitamarkaði í Louhans sem er stærsti markaðurinn haldinn er á svæðinu. Þar keyptum við ferskar apríkósur, hestabaunir, pylsur, osta og nýbakað brauð. Matinn borðuðum við í hádeginu þegar við stoppuðum við huggulegt stopp á þjóðveginum.

markadur

picnic

Beaune

Næstu tvo daga vorum við túristar í Beaune, krúttlegum litlum bæ í hjarta Bourgogne. Við gistum á B&B rétt fyrir utan bæjarmúrinn.

vinogkökur

Í Beaune borðuðum við á Le Goret – himnaríki fyrir svínakjötsaðdáendur. Eigandi staðarins elskar svín og svínakjöt er það eina á matseðilinum (sem er ekki til í prenti og er bara á frönsku!). Skammtarnir þar voru rosalegir en þessir tveir réttir sem við fengum á borðið innihéldu ekki minna en 1 kg af kjöti. En svakalegt hvað þetta var gott og stemmingin verður seint endurtekin.

LeGoret

Á degi 2 í Beaune fórum við í vínsmökkun í vínkjallara Patriarche Père et Fils. Það eru víst stærsti vínkjallarinn í Bourgogne og samanstendur hann samtals af 5 km löngum göngum. Þar var gott að komast í skjól frá sólinni sem hafði verið að baka okkur ofanjarðar og skýldum við okkur þar í duglega stund og supum fjöldan allan af vínum.

vinsmökkun

Eftir vínsmökkunina enduðum við á vínbarnum Les Caves de l’Abbaye þar sem Guilaume fræddi okkur um vín allt kvöldið. Kvöldstundin sem við áttum með honum er með þeim eftirminnilegustu í ferðinni og mælum við hiklaust með því að fólk stoppi hjá honum ef það á leið hjá í Beaune.

Vinbar