Sumarfrí

Tveggja ára veru okkur hér í Kaupmannahöfn er nú lokið. Síðustu vikur hafa snúist um að klára meistararitgerð, ljúka síðustu vinnuverkefnum og loks að pakka einni íbúð niður í kassa.

photo

Framundan er verðskuldað sumarfrí þar sem við munum njóta lífsins og vera dugleg að borða góðan mat og drekka góð vín. Það verður því afar rólegt á blogginu okkar á meðan en við hlökkum til að snúa aftur í haust – og þá í nýju eldhúsi á nýjum stað heima á Íslandi.

Eigið þið gott og matarríkt sumar,

Ásta og Pétur

Heimagert smjör

Um jólin var mikill afsláttur af rjóma og því keyptum við meira magn en við þurftum í jólamatinn. Til þess að þurfa ekki henda rjómanum settum við hann í frysti og þar hefur hann verið síðan. Nú þurfti að búa til pláss í frystinum fyrir nokkra skammta af heimagerðu lasagna og því ákáðum við að taka rjómann út úr frystinum og gera eitthvað við hann.

Það fyrsta sem okkur datt í hug var að búa til smjör. Rjóminn var því látinn þiðna í rólegheitum í ísskáp og síðan hellt í hrærivélaskál, saltað eftir smekk og þeytt á miðlungshraða fram yfir þeyttan rjóma þangað til að smjörkorn byrja að myndast og vökvi skiljast frá. Hægið þá á vélinni og hrærið örlítið lengur.

smjörkurl

Hyljið síðan stóra skál með ostaklút (bleyja) og hellið úr skálinni á ostaklútinn. Leyfið vökvanum að renna frá og snúið síðan upp á ostaklútinn til þess að kreista vökva úr smjörinu. Hnoðið smjörið í köldu vatnsbaði með höndunum í 2-3 mínútur til að ná restinni af mjólkinni úr

heimagertsmjör

Og þá er heimagerða smjörið tilbúið!

Møn ís og útilega

Um helgina fórum við í okkar fyrstu útilegu á þessu ári sem var einnig fyrsta útilegan okkar hér í Danmörku. Við tókum til tjald, svefnpoka og annan útilegubúnað og keyrðum til Møn, náttúruperlu Danmerkur. Veðrið var gott, sól og heiðskýrt en ekki of heitt – veður sem hentar okkur einstaklega vel!

Við fórum í langar göngur við Møns Klint, skoðuðum náttúruna og slökuðum á.

Á leiðinni heim aftur fengum við okkur Møn ís beint frá býli og skoðuðum beljur í leiðinni.

Alvöru rjómaís og sjúklega góður!