Matur í Frakklandi 2013 – Auberge de Chassignolles

Auberge de Chassignolles

Eftir tvo daga í Beaune keyrðum við til Chassignolles. Chassingolles er pínu lítið þorp, kirkjan í hjarta þorpsins og á móti er Auberge de Chassignolles. Hótelið er rekið af breskum hjónum, Harry og Ali, og hafa þau verið með það í þónokkurn tíma núna. Pétur hafði gist á hótelinu eina nótt árið 2008 og hafði síðan þá langað að fara aftur – svo frábær var staðurinn, maturinn og vínið! Og eftir ekki nema 5 ára eftirvæntingu stóðst staðurinn hana ekki – heldur fór hann langt fram úr henni eins og lesa má hér fyrir neðan.

Aubergeyfirlit

Kvöldið sem við komum var mánudagskvöld. Á mánudögum er eldhúsið lokað og við fengum okkur því charcuteri á veröndinni ásamt köldu hvítvíni og nutum útsýnisins.

auberge

Við vorum í fullu fæði hjá Auberge de Chassignolles sem þýðir að við fengum morgunmat, hádegismat og kvöldmat á staðnum.

Morgunmaturinn var fallegasta morgunverðarhlaðborðið hlaðið ferskum og gómsætum mat úr sveitinni. Á borðinu var nýbakað brauð, smjör, ostur, ferskt jógúrt og mjólk úr sveitinni, croissant, fersk og dísæt kirsuber, ferskar apríkósur, ferskur eplasafi og æðislegar heimargerðar sultur.

morgunverdur

smjörosturMeð morgunmatnum bjó Ali til expressó á fínu kaffivélinni sinni.

kaffi

Til þess að vinna upp matarlyst fyrir kvöldmatinn fórum við í gönguferðir í skógi í hæðunum í kringum þorpið. Við tókum því hádegismatinn með okkur í göngunar og borðuðum hann í skóginum.

Nýbakað brauð, smjör, charcuteri, ostar, ferskar radísur og dísæt jarðarber.

nesti

1. kvöldverður á staðnum. Um er að ræða set menu sem bæði hótelgestir og nærsveitungar borða. Matseðillinn byggir á því hvað var ferskast á sveitamarkaðinum þann daginn. Fyrsta kvöldið fengum við einmitt ótrúlega góðar nautakinnar og frábær vín úr héraðinu. Dásamleg máltíð! Allur matur á staðnum er fullkominn slow food og þekkja þau alla þá bændur sem þau versla hrávörurnar sínar af.

1.kvöld

nautakinnar

2. kvöldverður var ekki síðri þar sem við fengum ótrúlega góðar og sumarlegar tartalettur – eitthvað sem okkur Íslendingunum hefði ekki einu sinni dottið í hug að væri hægt að gera 🙂 Og síðan ostaplatta eins og með öllum okkar máltíðum (Eins gott að ferðinni var heitið í 7 daga fjallgöngu eftir þessi herlegheit!).

ciderogtafla

kvoldmatur

osturogdessertÞvílíkt himnaríki sem Auberge de Chassignolles er!

Ein hugrenning um “Matur í Frakklandi 2013 – Auberge de Chassignolles

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s