Marokkóskt flatbrauð (Khobz)

Í Marokkó borðuðum við brauð með öllum mat. Brauðin voru sérstök flatbrauð með smá skorpu, svolítið eins og pítubrauð og úr durumhveiti en þó ekki eins þunnt og pítubrauð. Marokkóbúar nota brauðin í staðinn fyrir hnífapör – rífa brauðið í sundur og grípa um matinn með því. Á matreiðslunámskeiði í Marrakech lærðum við að út frá brauðgerð fjölskyldna væri auðvelt að segja til um fjárstöðu þeirra. Fjölskylda sem býr til mörg brauð á hverjum degi á stóra fjölskyldu og á þá nóg af peningum.

flatbraud

Fyrstu dagana okkar í Marokkó fórum við í fjallgöngu og borðuðum fullt af gómsætum marokkóskum mat. Brauðið með matnum var bakað af Berbum í fjallaþorpinu áður en við lögðum af stað í fjallgönguna. Síðustu 3 dagana í ferðalaginu okkar eyddum við Marrakech og fengum þar svipað brauð með öllum mat. Við vorum þó algjörlega á því að brauðið í fjallaþorpinu var betra en brauðið í Marrakech. Brauðið í fjallaþorpinu var nefnilega ekki eins þétt og það var góð skorpa á því.

Marokkóskt flatbrauð (6-8 brauð)
  • 300 g hveiti
  • 100 g fínt durumhveiti
  • 100 g gróft durumhveiti
  • 10 g ferskt pressuger
  • 1 tsk salt
  • u.þ.b. 3 dl vatn, volgt

Öll hráefni í skál og hnoðið þar til deigið er orðið mjúkt og slétt. Leggið rakt stykki yfir og leyfið að standa í a.m.k. 1 klukkustund. Skiptið þá deiginu í 6-8 jafna hluta (eftir því hversu stór brauðin eiga vera) og mótið kúlur. Leggið aftur rakt stykki yfir og leyfið deigkúlunum að hvíla í 30 min. (deigkúlurnar stækka svolítið). Fletjið síðan hverja deigkúlu út í u.þ.b. 1 cm á þykkt, raðið á bökunarplötu með bökunarpappír og leyfið að lyftast í 1 klukkustund.

marokkodeig

marokkodeig2

marokkodeig3

marokkodeig4

Hitið ofninn í 200°C. Þrýstið örlítið niður á brauðin með höndunum til þess að koma í veg fyrir að brauðin breytist í pítubrauð í ofninum og bakið síðan þar til brauðin eru fallega gyllt á litinn. Staflið brauðunum strax upp (þá verða brauðin alveg flöt) og berið fram með góðum marokkóskum mat.

flatbraud2

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s